Nýtt kynbótamat komið
Nýtt kynbótamat hefur nú verið sett inn fyrir þau reyndu naut sem eru í notkun á www.nautaskra.net. Þá er einnig búið að keyra nýja matið inn fyrir alla gripi í skýrsluhaldskerfið Huppu. Í heildina styrkja nautin frá 2005 stöðu sína en mörg þeirra hækka í mati fyrir afurðir, frjósemi og frumutölu (júgurhreysti). Birtingur 05043 og Vindill 05028 standa enn efstir í árgangnum og hafa heldur bætt í, eru nú með 115 í heildareinkunn.
Frami 05034 er eitt þeirra nauta sem hefur hækkað í mati og sömu sögu er að segja um Baug 05026 sem hækkar verulega fyrir mjólkurafköst, stendur nú í 138 fyrir þann eiginleika.
Sjá nánar:
Nautskráin á netinu, www.nautaskra.net