Nýtt riðutilviki í Árnessýslu

Riðuveiki hefur verið staðfest í einni kind á bænum Hurðarbaki í Flóahreppi. Grunur vaknaði vegna sjúkdómseinkenna í einni kind og voru sýni send á Tilraunastöðina að Keldum, þar sem riðuveiki var staðfest. Riðuveiki greindist fyrst í Flóanum árið 2006. Áður hafði hún greinst bæði í Ölfusi og Hrunamannahreppi.

Matvælastofnun vinnur að framhaldi málsins, niðurskurði og samningagerð. Sömuleiðis er unnið að gagnasöfnun vegna faraldsfræðirannsóknar.


back to top