Plæginganámskeið Stóra Ármóti 3. maí
Endurmenntun LbhÍ í samstarfi við Búnaðarsamband Suðurlands verður með verklegt námskeið í plægingum á Stóra-Ármóti, þriðjudaginn 3. maí kl. 14-17.
Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vinna við jarðrækt hverskonar og vilja bæta plægingartækni og læra að stilla saman plóg og dráttarvél.
Á námskeiðinu læra þátttakendur að stilla saman dráttarvél og plóg. Auk þess er farið yfir allar helstu stillingar og atriði sem skipta máli í þessu sambandi.
Kennari er Haukur Þórðarson leiðbeinandi við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Skráning og nánari upplýsingar: https://endurmenntun.lbhi.is/plaegingar-verklegt-sudurlandi/