Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins ehf. tekur til starfa nýju ári
Búið er að ganga frá ráðningum í stjórnunarstöður hjá nýju ráðgjafarfyrirtæki bænda sem tekur formlega til starfa um áramótin. Karvel Lindberg Karvelsson verður framkvæmdastjóri en hann starfar nú sem landsráðunautur í svína- og alifuglarækt hjá Bændasamtökum Íslands.
Fyrirtækið, sem mun heita „Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins ehf.“, verður til eftir sameiningu leiðbeiningaþjónustu búnaðarsambandanna og ráðgjafarsviðs Bændasamtaka Íslands.
Eftirtaldir munu taka að sér stjórnunarstörf hjá fyrirtækinu:
Framkvæmdastjóri
Karvel Lindberg Karvelsson
Fagstjóri í búfjárrækt
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Fagstjóri í nytjaplöntum
Borgar P. Bragason
Fagstjóri í rekstri, hlunnindum og nýbúgreinum
Runólfur Sigursveinsson
Fjármálastjóri
Vignir Sigurðsson
Starfsmannastjóri
Berglind Ósk Óðinsdóttir
Verkefnisstjóri þróunar og samskipta
Helga Halldórsdóttir
Verkefnisstjóri þekkingaryfirfærslu og erlendra samskipta
Gunnar Guðmundsson
Í bréfi sem Eiríkur Blöndal, stjórnarformaður hins nýja félags, sendi starfsmönnum búnaðarsambanda og BÍ þakkaði hann þann mikla áhuga sem starfsmenn hafa sýnt nýja ráðgjafarfyrirtækinu, bæði með umsóknum, ábendingum og góðum hugmyndum.