Rannsókn á veiruskitu

Framleiðnisjóður landbúnaðarins hefur veitt Landbúnaðarstofnun og Tilraunastöðinni á Keldum styrk til rannsóknar á orsök og eðli veiruskitu í kúm. Að rannsókninni standa Vilhjálmur Svansson, dýralæknir og veirufræðingur á Keldum, Eggert Gunnarsson dýralæknir og bakteríufræðingur á Keldum og Auður Lilja Arnþórsdóttir dýralæknir og faraldsfræðingur á Landbúnaðarstofnun. Rannsóknin felur í sér skráningu á öllum tilfellum sem upp koma á árinu 2007 og upplýsingum um þau, sýnatöku á nokkrum búum ásamt veiru- og bakteríurannsókn á sýnunum.
Markmiðið er að afla upplýsinga um fjölda tilfella, útbreiðslu á landinu, á hvaða tíma þau koma upp, hvaða aldurshópar sýkjast helst, hvað líður langur tími á milli þess að skitan komi upp, áhrif á heilsufar og nyt o.s.frv. Með sýnatökum verður leitast við að staðfesta orsök sjúkdómsins. Grunur leikur á að um coronaveiru sé að ræða en það hefur ekki verið sannreynt.


Þetta markmið næst ekki nema með aðstoð bænda og dýralækna. Þess vegna biðlum við nú til ykkar allra um að tilkynna okkur ef veiruskitan kemur upp hjá ykkur á árinu.  Það getið þið gert með því að senda tölvupóst til Auðar á netfangið audur.arnthorsdottir@lbs.is eða hringja í hana í síma 5304800 eða 8402825.


Það er von okkar að niðurstöður rannsóknarinnar auki þekkingu á sjúkdómnum þannig að auðveldara verði að meta það tjón sem hann veldur og gefa út leiðbeiningar um forvarnir.



Með bestu kveðjum,
Auður Lilja Arnþórsdóttir,
Eggert Gunnarsson,
Vilhjálmur Svansson.


back to top