Rannsókn: Bændur fá síður krabbamein

Bændastéttin er mun betur stödd en aðrar stéttir hér á landi hvað varðar krabbamein. Miklu minni líkur eru á því að bændur, bæði karlar og konur, fái krabbamein en karlar og konur í öðrum stéttum.

Rannsóknin er gerð samtímis hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Hér nær hún til 120.000 manna og miðast við hvaða stétt fólk á aldrinum 20 til 64 ára tilheyrði í manntali 1981. Eldri innlend rannsókn sýnir svipaða niðurstöðu.

Í þessu úrtaki eru 8.000 bændur; um 4.500 karlar og um 2.500 konur. Tölurnar eru á þá leið að ef 100 karlar í þjóðfélaginu fengju krabbamein þá myndu aðeins 70 karlar í bændastétt fá krabbamein og hið sama gildir um 100 konur annars vegar og 80 konur í bændastétt hins vegar. Bændur reykja og drekka minna en aðrir. Ef 100 manns fengju lungnakrabbamein myndu aðeins 42 í bændastétt fá það. Um fimmtungur kvenna í bændastétt á móti 100 í öðrum stéttum fær leghálskrabba. Ristilkrabbamein er helmingi ólíklegra meðal bænda en annarra.

Niðurstöður úr norrænu rannsóknunum verða kynntar á næsta ári.


back to top