Réttir á Suðurlandi haustið 2013

Nú fer að líða að hausti og réttir ómissandi hjá mörgum, bændum og áhugamönnum um sauðfjárrækt. Á vef Bændasamtaka Íslands hefur Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur tekið saman lista yfir réttir á komandi hausti, en Freyr Rögnvaldsson var honum innan handar.  Svona listar eru ekki tæmandi og geta leynst villur og því alltaf öruggara að tala við heimamenn og fá staðfestingu á réttum dögum.  Þessi listi er í stafrófsröð og hér getur að líta réttir frá Kjósasýslu til og með Vestur-Skaftafellssýslu.  Listann í heild sinni má sjá á bondi.is.  

Réttir

Dagsetningar

Brúsastaðarétt í Þingvallasveit, Árn. 

sunnudag 22. sept.

Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. 

mánudag 16. sept. og sunnudag 22. sept.

Fossrétt á Síðu, V.-Skaft.

laugardag 7. sept.

Fossvallarétt v/Lækjarbotna, (Rvík/Kóp)

sunnudag 22. sept.

Grafarrétt í Skaftártungu, V.-Skaft.

laugardag 14. sept.

Haldréttir í Holtamannaafrétti, Rang.

sunnudag 22. sept.

Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn.

laugardag 21. sept.

Hraðastaðarétt í Mosfellsdal.

sunnudag 22. sept.

Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn.

föstudag 13. sept.

Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn.

laugardag 21. sept.

Kjósarrétt í Kjós.

sunnudag 22. sept.

Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn.

miðvikudag 18. sept

Krýsuvíkurrétt, Gullbringusýslu.

laugardag 28. sept.

Landréttir við Áfangagil, Rang.

fimmtudag 26. sept.

Laugarvatnsréttir í Laugardal, Árn.

sunnudag 15. sept.

Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum,Rang.

laugardag 21. sept.

Reykjaréttir á Skeiðum, Árn.

laugardag 14. sept.

Selflatarrétt í Grafningi, Árn.

mánudag 23. sept.

Selvogsrétt í Selvogi,Árn.

sunnudag 22. sept.

Skaftárrétt í Skaftárhr., V.-Skaft.

laugardag 7. sept.

Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn.

föstudag 13. sept.

Tungnaréttir í Biskupstungum, Árn.

laugardag 14. sept.

Þóristunguréttir, Holtamannaafr., Rang.

Ekki ljóst

Ölfusréttir í Ölfusi, Árn.

mánudag 23. sept.


back to top