Réttir á Suðurlandi haustið 2017
Fyrstu réttir haustsins á Suðurlandi, verða laugardaginn 9. september, en þá verður réttað í Tungnaréttum, í Biskupstungum, í Árnessýslu. Á vef Bændsblaðsins er listi yfir allar fjár- og stóðréttir haustsins, sjá bbl.is. Rétt er að minna á að villur geta slæðst inn í listann og því alltaf best að hafa samband við heimamenn á hverjum stað til að fá staðfestingu á réttri dag- og tímasetningu. Hér fyrir neðan má sjá listann yfir Suðurland.
Réttir á Suðurlandi haustir 2017
Austur-Landeyjaréttir hjá Grenstanga, Rang. sunnudaginn 24. sept.
Brúsastaðarétt í Þingvallasveit, Árn. sunnudaginn 17. sept. kl. 17.00
Fjallrétt við Þórólfsfell, Rang. mánudaginn 11. sept. kl. 10.00
Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. sunnudagurinn 17. sept. kl. 11.00
Fossvallarétt við Lækjarbotna sunnudaginn 17. sept. kl. 11.00
Haldréttir í Holtamannaafrétti, Rang. sunnudaginn 10. sept. Kl. 10.00
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. laugardaginn 16. sept. kl. 15.00
Hraðastaðarétt í Mosfellsdal sunnudaginn 17. sept. kl. 13.00, seinni réttir sun. 1. okt. kl. 13.00
Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn. föstudaginn 15. sept. kl. 10.00
Húsmúlarétt við Kolviðarhól, Árn. laugardaginn 16. sept. Kl. 14.00, seinni réttir lau. 30. sept. kl. 14.00
Kjósarrétt í Kjós sunnudaginn 17. sept. kl. 15.00. Seinni réttir sun. 8. okt. kl. 15.00
Krýsuvíkurrétt v. Suðurstrandarveg, Gullbr. laugardaginn 23. sept. kl. 13.00
Landréttir við Áfangagil, Rang. fimmtudaginn 21. sept. kl. 12.00
Laugarvatnsrétt, Árn. sunnudaginn 10. sept. kl. 16.30
Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum laugardaginn 16. sept. kl. 11.00
Reykjaréttir á Skeiðum, Árn. laugardaginn 16. sept. kl. 9.00
Selflatarétt í Grafningi mánudaginn 18. sept. kl. 9.45
Seljalandsréttir undir Eyjafjöllum Rang. laugardaginn 16. sept.
Selvogsrétt í Selvogi, Árn. sunnudaginn 17. sept. Kl. 9.00
Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn. föstudaginn 15. sept. kl. 11.00
Tungnaréttir í Biskupstungum laugardaginn 9. sept. kl. 9.00
Vestur-Landeyjaréttir við Forsæti, Rang. sunnudaginn 24. sept.
Þóristunguréttir, Holtamannaafr., Rang. sunnudaginn 10. sept. kl 10.00
Þórkötlustaðarétt í Grindavík laugardaginn 16. sept. kl. 14.00
Ölfusrétt í Reykjadal, Ölfusi sunnudaginn 17. sept. Kl. 16.00
Helstu réttir í Landnámi Ingólfs Arnarsonar
Brúsastaðarétt í Þingvallasveit sunnudaginn 17. sept. kl. 17.00
Fossvallarétt við Lækjarbotna sunnudaginn 17. sept. kl. 11.00
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit laugardaginn 16. sept. kl. 15.00
Hraðastaðarétt í Mosfellsdal sunnudaginn 17. sept. kl. 13.00, seinni réttir sun. 1. okt. kl. 13.00
Húsmúlarétt við Kolviðarhól laugardaginn 16. sept. Kl. 14.00, seinni réttir lau. 30. sept. kl. 14.00
Kjósarrétt í Kjós sunnudaginn 17. sept. kl. 15.00, seinni réttir sun. 8. okt. kl. 15.00
Krýsuvíkurrétt v. Suðurstrandarveg, Gullbr. laugardaginn 23. sept. kl. 13.00
Selflatarétt í Grafningi sunnudaginn 17. sept. Kl. 9.00
Þórkötlustaðarétt í Grindavík laugardaginn 16. sept. kl. 14.00
Ölfusrétt í Reykjadal, Ölfusi sunnudaginn 17. sept. Kl. 16.00
Samkvæmt fjallskilasamþykkt fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr.733/2012 eru seinni leitir tveim vikum síðar og er því réttað aftur í flestum framangreindum réttum dagana 30. sept. – 2. október. Hafa skal í huga að tímasetningar leita og rétta geta breyst, einkum vegna veðurs.