Sæðistaka úr Angus nautum

Undirbúningur fyrir sæðistöku úr Angus nautkálfunum hófst snemma í júlí en í lok júlí lágu fyrir niðurstöður úr sýnatöku úr nautunum og þar sem öll sýni voru hrein má hefja sæðistöku og dreifingu á sæði úr þeim þegar það næst. Kálfarnir eru, eða að verða 11 mánaða. Í dag 7. ágúst náðust fyrstu sæðiskammtarnir úr tveimur nautum. Sæðisgæði voru vel viðunandi miðað við að um fyrstu skammta er að ræða.  Þetta sæði er þó ekki til dreifingar. Á myndinni má sjá þá Baldur Sveinsson og Sveinbjörn Eyjólfsson kampakáta með fyrsta sæðisdropann sem var úr Draumi 009


back to top