Sæðistökuvertíð 2023 lokið í Þorleifskoti
Útsent sæði frá Kynbótastöð ehf var í 23.270 ær og miðað við 65% nýtingu þá eru sæddar ær rúmlega 15 þúsund ær og því líklega um eða yfir 30 þúsund ær sæddar þetta árið á landinu öllu. Efstu hrútar með útsent sæði er Birkiland í 1730 ær, Gimsteinn í 1530 ær, Fannar 1485 ær, Kátur 1460 ær, Kristall 1390 ær, Krókur 1295 ær, Frosti 1250 ær, Starri 1205 ær, Þór 1155 ær, Atlas 1100 ær og Hraunar 1070 ær. Útsent úr ARR rúm 50% og útsent úr ARR + MV 68%. Ekki hægt að afgreiða ARR eins og pantað var í magni alla daga þrátt fyrir ríkulega aðstoð Gimsteins. Pantanir verða alltaf einsleitar og yfir 80% pantana voru úr hrútum með ARR og MV arfgerðir. Lang mest pantaði hrúturinn var Fannar frá Svínafelli en hann gaf eftir í sæðistöku og langt í frá hægt að sinna pöntunum. Myndin er af honum Ekki verður annað sagt en að lambhrútarnir hafi samt heilt yfir staðið sig vel. En allavega þá hafa bændur heldur betur tekið við sér með innleiðingu á verndandi arfgerðum gegn riðuveiki. Næsta ár verða vonandi fleiri hrútar með verndandi arfgerðir í boði og fleiri arfhreinir. Starfsfólk stöðvarinnar sem stóð vaktina með mikilli prýði sendir fjárbændum og sauðfjáreigendum bestu jóla og nýárskveðjur með þökkum fyrir viðskiptin. Í meðfylgjandi töflu er yfirlit yfir útsend strá en í stráinu eru skammtar í 5 kindur