Sænsk ofurkýr
Á heimasíðu Viking Genetics kemur fram að sá núlifandi gripur (SRB-svartskjöldóttar sænskar kýr) í Svíþjóð sem státar af mestum æviafurðum er 444 Dotty frá Br. Bengt og Göran Larsson, Holmryd, Bredared. Kýrin hefur borið 12 sinnum og hefur hiingað til mjólkað 163.337 kg OLM eða 12.197 kg verðefna. Meðalafurðir eru á 14 árum 11.095 kg mjólkur með 4,4% fitu og 3,5% prótein.
Sú SRB-kýr sem státar af mestum æviafurðum er hins vegar 386 Junis frá Botans Lantbruk sem mjólkaði alls 164.827 kg OLM á sínu æviskeiði. Það má hins vegar búast við að 444 Dotty slái það met innan skamms.