Sala á kjöti dregst saman
Bændasamtökin hafa tekið saman framleiðslu- og sölutölur á kjöti fyrir júní. Í samantektinni kemur fram heildarsala á kjöti hefur dregist saman sl. 12 mánuði sýnir nú engin kjöttegund söluaukningu frá fyrra ári – sem er ný staða. Alls nam salan 26.607.580 kg og hefur dregist saman um 1,3% á undanförnum 12 mánuðum.
Enn er mest sala á alifuglakjöti á landsvísu eða 6.930 tonn (29,6%). Sala hefur dregist saman um 5,0% síðustu 12 mánuði. Næst mest er sala á kindakjöti eða 6.184 tonn (26,4%) og samdrátturinn er 0,9% síðasta árið. Svínakjötið er í þriðja sæti með 6.013 tonn (25,6%) og hefur sala þess dregist saman um 0,7%. Nautakjötið er sem fyrr í fjórða sæti með 3.785 tonna sölu sem er 1% samdráttur. Hrossakjötið rekur svo lestina en af því hafa selst 800 tonn síðasta árið eða 10% minna en næstu 12 mánuði á undan.
Framleiðsla, sala og birgðir búvara