Samtal um öryggi

Samtal um öryggi er yfirskrift bændafunda sem Bændasamtök Íslands halda um allt land og byrjar ferðin í Borgarnesi 22. ágúst og endar 26. ágúst á Flúðum kl.16.00.  Þar gefst bændum tækifæri á að ræða stöðuna í landbúnaði, komandi búvörusamninga, afkomu, horfur og annað sem brennur á bændum.  Léttur hádegisverður verður í boði á hádegisfundunum og léttar kaffiveitingar á kvöldfundum.  Allir velkomnir.

Fundirnir verða sem hér segir:

22. ágúst kl. 12.00 Vesturland – Landnámssetrið í Borgarnesi
22. ágúst kl. 20.00  Vestfirðir – Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði
23. ágúst kl. 12.00 Norðvesturland – Hótel Laugarbakki
23. ágúst kl. 20.00 Norðvesturland – Ljósheimar í Skagafirði
24. ágúst kl. 12.00 Norðausturland – Hlíðarbær í Eyjafirði
24. ágúst kl. 20.00 Norðausturland – Breiðamýri í Þingeyjarsveit
25. ágúst kl. 12.00 Austurland – Bláin, Eiðárvöllum 6

25. ágúst kl. 17.00 Suðausturland – Hótel Smyrlabjörg í Suðursveit
25. ágúst kl. 20.00 Suðurland – Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri
26. ágúst kl. 12.00 Suðurland – Goðaland í Fljótshlíð
26. ágúst kl. 16.00 Suðurland – Icelandair Hótel Flúðum

Meðfylgjandi er auglýsing frá Bændasamtökunum.


back to top