Sauðfjársæðingarnámskeið á Stóra Ármóti 2. desember

Sauðfjársæðingarnámskeið verður á Stóra Ármóti 2. desember næstkomandi.
Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um sæðingar, hvernig best er að standa að þeim, hvenær rétti sæðingartíminn er og í hverju samstilling gangmála er fólgin. Kennd er meðferð sæðis, verklag við sæðingar í fjárhúsum kennt og rætt um smitvarnir. Námskeið fyrir sauðfjárbændur og alla sem hafa áhuga á eða starfa við sauðfjársæðingar. Kennari á námskeiðinu er Þorsteinn Ólafsson dýralæknir.
Skráning og nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar LbhÍ: https://endurmenntun.lbhi.is/saudfjarsaedingar/


back to top