Sex naut frá 2007 til framhaldsnotkunar

Á vef Landssambands kúabænda naut.is er greint frá niðurstöðum af fundi fagráðs sem haldinn var í dag.  Fagráðið komst að þeirri niðurstöðu að sex naut úr árgangi 2007 færu til framhaldsnotkunar.  Í árgangnum voru alls 27 naut, en nautin sem valin voru eru  Lögur 07047 frá Egilsstöðum, Húni 07041 frá Syðra-Hóli, Rjómi 07017 frá Heggsstöðum, Toppur 07046 frá Kotlaugum, Sandur 07014 frá Skeiðháholti og Dúllari 07024 frá Villingadal.  Önnur naut sem koma kannski til greina síðar þegar dætrahópurinn hefur stækkað eru Keipur 07054 og Blámi 07058.

Nánar er hægt að lesa um einkunnargjöf og nautin sjálf á naut.is

back to top