Sjóðir í vörslu landbúnaðarráðuneytisins

Í desember s.l. lagði Sigurður Ingi Jóhannsson, alþm., fram svohljóðandi fyrirspurn til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sjóði í vörslu ráðuneytisins:
1. Hver eru verkefni fóðursjóðs, búnaðarsjóðs, garðávaxtasjóðs og verðmiðlunar landbúnaðarvara?
2. Hversu mikið fjármagn höfðu þessir sjóðir til ráðstöfunar árin 2007, 2008 og 2009 og hversu mikið er áætlað að þeir hafi 2010?
3. Kemur til greina að mati ráðherra að leggja sjóðina niður eða færa þá til greinanna sjálfra?

Ráðherra hefur nú svarað þessari fyrirspurn og þar kemur fram ágætt yfirlit um sjóði í vörslu ráðuneytisins, hlutverk þeirra og ráðstöfun.


Svar ráðherra má lesa á vaf Alþingis með því að smella hér.


back to top