Skipulagsbreyting hjá Kynbótastöð ehf
Um áramótin tekur í gildi nýtt svæðaskipulag fyrir frjótækna á Suðurlandi. Svæðunum fækkar úr fjórum í þrjú;
- Frá Lambhaga á Rangárvöllum og austur að Lækjarbakka í Mýrdalshreppi. Bæir í Rangárþingi eystra, Mýrdalshreppi og hluti af Rangárþingi ytra. Hermann Árnason Hvolsvelli.
Pantanir í síma 871-1410 og farsími 894-7149 - Frá Selalæk á Rangárvöllum vestur að Þjórsá. Neðri hluti Árnessýslu og Skeið fyrir utan Reykjabæina og Ósabakka. Guðmundur Jón Skúlason Skálateigi í Flóahreppi.
Pantanir í síma 871-2056 og farsími 894-7148 - Uppsveitir Árnessýslu, ásamt Reykjabæjunum, Ósabakka , bæjum í Grímsnesi og Laugardal. Úlfhéðinn Sigurmundsson Haga 2 Skeiða og Gnúpverjahreppi.
Pantanir í síma 871- 5563 og farsími 863-7144. Hvert svæði telur rétt um 3.000 kýr ásamt kvígum sem sæddar eru. Vinnuálag frjótækna eykst og afar mikilvægt að aðstaða við sæðingar sé sem best og kýrnar sem sæða á séu teknar frá og tilbúnar. Pantanasíminn 871-8611 verður aflagður en bændur sem hringja í hann fá tilkynningu um breytingar.