Skjálftavirknin í Eyjafjallajökli tók kipp í nótt
Skjálftavirknin í Eyjafjallajökli tók aftur kipp í nótt og hviða smáskjálfta mældist milli kl. 03:40 og 05:20. Þá urðu nokkrir skjálftar um og yfir 2 stig, sá stærsti 2,6 stig. Alls hafa mælst á milli 270 og 280 skjálftar á þessu svæði frá miðnætti. Skjálftarnir mælast enn á sama dýpi og verið hefur eða 7-10 km.
Jarðskjálftahrinan hófst fyrir viku síðan og ljóst að hún er ekki um garð gengin. Almannavarnir fylgjast náið með framvindunni og óvissustigi verður aflétt í samráði við lögreglustjóra umdæmisins þegar ljóst er að hún er afstaðin.
Jarðskjálftavefur Veðurstofu Íslands