Skotvopnanámskeið
Umhverfisstofnun mun halda skotvopnanámskeið og veiðikortanámskeið á Selfossi, í Selinu í byrjun september.
Veiðikortanámskeið verður 1. september kl. 17.00-23.00 og kostar 14.900 kr.
Skotvopnanámskeið bóklegt verður 2. september kl. 18.00-22.00 og 3. september kl. 9.00-13.00. Það námskeið er líka verklegt hjá Skotfélagi Suðurlands og kostar námskeiðið 20.000 kr.
Skráning og nánari upplýsingar á veidikort.is
Þátttakendur á skotvopnanámskeiðum þurfa að skila inn sakavottorði, læknisvottorði og passamynd til skrifstofu sýslumanns fyrir námskeiðin. Læknisvottorðið þarf að vera sérstaklega útgefið vegna skotvopnaleyfis.