Skráningarfrestur rennur út í dag

Bændabókhald BSSL mun í samstarfi við dk-hugbúnað halda fjárhagsbókhaldsnámskeið þann 12. janúar 2011 ef næg þátttaka fæst.
Farið verður yfir möguleika dk fjárhagsbókhaldsins. Uppsetningu, flokkun og skráningu bókhaldslykla. Uppsetningu fyrir virðisaukaskatt, ársreikninga og fjárhagsgreiningu. Einnig verður farið í uppflettingar og útprentanir, ásamt möguleikum dk Búbótar.
Námskeiðið er 4 tímar og mun kosta 10.000 kr.
Skráning hjá Bændabókhaldi BSSL í síma 480-1830 eða hjá Búnaðarsambandi Suðurlands í síma 480-1800 fyrir 5. janúar n.k.


back to top