Sláttur á Suðurlandi

Sláttur er hafin á nokkrum bæjum á Suðurlandi og dæmi þess að fyrri slætti sé nánast lokið. Margir fara sér þó hægt vegna grasleysis og svo hefur tíð verið ótrygg allra síðustu daga. Þá eru heybirgðir með minna móti eftir hið langa og kalda vor. Væta hefur verið meiri austan til vegna austlægra átta. Í Skaftafellsýslum hefur rignt upp á síðkastið og því er sláttur ekki hafin þar. Almennt hefur því veðrið verið hlýrra og þurrara á vestanverðu landinu síðustu daga. Mikið verður heyjað á Suðurlandi næst þegar viðrar til heyskapar.


back to top