Sláttur hafinn á Stóra-Ármóti

Á mánudagskvöldið 29. júní voru slegnir 13 ha á Stóra Ármóti. Í gær náðist að rúlla heyinu fyrir rigningu. Uppskeran var 150 rúllur, eða rúmlega 11 rúllur (lauskjarnavél) á ha sem er með minna móti. Álftin hafði verið aðgangshörð í hluta af spildunni og var helmingu uppskerunnar á þeim þriðjungi sem álftin hafði látið í friði. Vallarfoxgrasið er ekki skriðið og vantar líklega 3 til 4 daga upp á það í dag eða 1. júlí. Í fyrra skreið vallarfoxgrasið 24 júní þar á bæ og því lætur nærri að spretta sé a.m.k 10 dögum seinni en fyrra ár.


back to top