Sláttur hafinn í Landeyjum
Sláttur er hafinn í Landeyjum, nánar tiltekið á Voðmúlastöðum í Austur-Landeyjum hjá Hlyni S. Theodórssyni og Guðlaugu B. Guðlaugsdóttur. Slegnir voru 14 hektarar sem borið var á snemma í vor. Þetta er með alfyrsta móti sem sláttur hefst á Suðurlandi en ekki met. Í því sambandi má nefna að sláttur hófst 28. maí árið 2003, 2. júní 2004, 4. júní 2005, 13. júní 2006 og 8. júní í fyrra.
Reikna má með að fleiri sunnlenskir bændur hefji slátt á næstu dögum enda spretta með allra besta móti og veðurspá hagstæð eftir helgina.