Sláttur hefst í næstu viku
Gert er ráð fyrir að sláttur undir Eyjafjöllum hefjist í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Eggertssonar, bónda á Þorvaldseyri er grasspretta mjög góð og líta tún vel út á Suðurlandi þrátt fyrir loftkulda í maí. Segist hann telja að rekja megi það til þess að raki hafi verið góður og að ekki hafi komið vorþurrkatímabil eins og algengt sé á þessum árstíma.
Algengt er að sláttur hefjist á Þorvaldseyri um miðjan júní og er því útlit fyrir að fyrri sumarsláttur af tveimur verði í fyrra lagi þetta sumarið.
Kornrækt er einnig á Þorvaldseyri. Þar er ræktar vetrarafbrigði sem nær fullum þroska á haustin. Ólafur segir kornið standa mjög flott en að lítið sé hægt að segja fyrir um uppskeru þess svo snemma sumars.