Sláturhúsið á Hellu hækkar verð til bænda verulega

Frá og með mánudeginum 7. júní n.k. mun verða veruleg hækkun á afurðaverði Sláturhússins á Hellu. Þannig munu allir kjötflokkar, utan kálfakjöts, hækka um 8%. Eftir þessa verðbreytingu greiðir Sláturhúsið á Hellu langhæsta verð til bænda á landinu og greiðir hæsta verðið á landinu í öllum 31 gæðaflokkunum. Samhliða þessari hækkun hefur heimtökukostnaður verið hækkaður um 10 krónur pr. kíló og þá mun flutningskostnaður hækka einnig.

Eftir breytinguna greiðir Sláturhúsið á Hellu kr. 557,- fyrir UNI Úrval A, kr. 512 fyrir UNI A, kr. 446,- fyrir KIU A og kr. 437,- fyrir KI A.


Eins og áður hefur komið fram hjá LK hefur hækkunarþörf afurðaverðs til bænda verið afar brýn enda hefur verð til bænda verið óbreytt í rúm tvö ár.


back to top