Sláturhúsið Hellu hækkar verð á nautgripakjöti til bænda
Sláturhúsið Hellu hefur tilkynnt um verðhækkun á nautgripakjöti til bænda sem gildir frá og með mánudeginum 12. mars 2012. Vegið meðaltal hækunarinnar er 2,5% en UN I flokkar hækka 15 kr/kg og UN II og K flokkar um 10 kr/kg. Verð á kálfakjöti er óbreytt sem og sláturlaun og gjald fyrir flutning.
Eftir hækkun er verð á algengum flokkum eins og UNI A 590 kr/kg á gripum sem vega 210 kg eða meira, UNI M+ 550 kr/kg yfir 210 kg/grip, KI A er á 510 kr/kg, KI B 460 kr/kg og KI C 350 kr/kg.
Með þessari verðhækkun leggur 250 kg gripur sem fer í UNI A sig á kr. 147.500 en þá er eftir að draga frá flutningskostnað.
Sláturhúsið Hellu hækkar verð á nautgripakjöti til bænda
Sláturhúsið Hellu hefur tilkynnt um hækkun á verði nautgripakjöts til bænda frá og með mánudeginum 14. febrúar n.k. Um er að ræða hækkun á öllum verðflokkum ungneyta- og kýrkjöts. Hækkunin nemur 20 kr/kg í öllum flokkum nema hvað KIUA og KIA hækka 25 kr/kg og KIUB, KIB, UNIÚ A og B undir 210 kg hækka um 30 kr/kg. Hækkunin er á bilinu 3,4-7,5%.
(meira…)
Sláturhúsið Hellu hækkar verð á nautgripakjöti til bænda
Sláturhúsið Hellu hækkaði verð á nautgripakjöti til bænda frá og með áramótum um 1,1 til 4,3%. Mest er hækkunin á UN II M+ sem hækkaði um 10 kr/kg eða 4,29%. Minnsta hækkun er á UN I Ú C sem hækkaði um 5 kr/kg eða 1,11%. Sláturfélag Suðurlands hækkaði sína verðskrá þann 20. desember s.l. og segja má að ekki muni miklu í verðum hjá þessum tveimur fyrirtækjum. Hér fyrir neðan má sjá samanburð á nokkrum algengum verðflokkum nautgripakjöts:
(meira…)