Sláturhúsið Hellu heldur upp á 10 ára afmæli sitt

Sláturhúsið Hellu hf. heldur upp á 10 ára afmæli sitt þann 11. nóvember 2011 (þ.e. á morgun) en það var stofnað var stofnað 10. október 2001. Sláturhúsið býður hluthöfum, innleggjendum og viðskiptavinum til hófs í nýju kjötvinnsluhúsnæði við hliðina á Sláturhúsinu að Suðurlandsvegi 6 frá kl. 15:00 til 18:00. Sláturhúsið á Suðurlandsvegi 8, verður líka opið til skoðunar eftir miklar endurbætur að undanförnu.

Dagskrá:

Móttaka hefst kl. 15:00

Ávarp Þorgils Torfa Jónssonar, framkvæmdarstjóra kl. 15:30

Afhending viðurkenningar fyrir þyngsta innlagða nautið s.l. 10 ár

Nýtt merki “lógó“ fyrir sláturhúsið og kjötvinnsluna verður afhjúpað

Heilgrillað naut í umsjá Guðmars Jóns Tómassonar sláturhússtjóra

Nauta-ródeó, stjórn Sláturhússins mun spreyta sig við að sitja “nautið“

Hoppukastalar verða á svæðinu fyrir unga fólkið

Afmælistilboð og vörukynningar verða í Pakkhúsinu Hellu

Létt músik verður í umsjá Rangæingsins Hreims í Land og sonum

Boðið verður upp á létta rétti úr nauta og folaldakjöti ásamt léttum veitingum.


back to top