Sláturhúsin á Norðurlandi greiða hærra verð en sunnlensku húsin
Sláturhúsin á á NV-landi, KS, SKVH og SAH, hafa nú hækkað verðskrár sínar og greiða nú mun hærra verð fyrir nautgripakjöt en Sláturfélag Suðurlands og Sláturhúsið Hellu. Samanborið við verðskrá SS er munurinn 23 kr/kg á UNIÚ A, 20 kr/kg á UNI A, 21 kr/kg á UNI M+ og 21 kr/kg á KI B og KI C. Í flestöllum verðflokkum munar 20-25 kr/kg. Ef þessi verðmunur er reiknaður á 250 kg fall munar 5.000 til 6.250 kr. á grip í innleggsverði. Verðskrá Sláturhússins á Hellu er mjög áþekk verðskrá SS en þar munar ekki nem 1-2 kr/kg ef munurinn er einhver á annað borð.
Ef við berum saman verð, kostnað og skilaverð á 250 kg nauti sem flokkast í UNI A kemur eftirfarandi í ljós:
Sláturhús | Innlegg | Flutningur | Innmatur/húðir | Stofnsjóður | Skilaverð |
Sláturfélag Suðurlands | 132.750 | -3.250 | -797 (0,6%) | 128.703 | |
Sláturhús Hellu | 132.500 | -2.800 | 129.700 | ||
KS | 137.750 | -2.500 | 135.250 | ||
Norðlenska | 132.500 | +150 (f. innmat) + 300 (f. húð) | 132.950 | ||
SAH afurðir | 137.750 | -2.500 (áætlað) | +100 (f. tungu) + 450 (f. húð) | 135.800 | |
SKVH | 137.750 | -2.500 | 135.250 |
Ofangreindur samanburður er birtur með fyrirvara um innsláttarvillur. Verðupplýsingar eru fengnar af vef LK (www.naut.is) og vefsíðum sláturhúsanna 9. feb. 2011.