Sláturhúsin á Norðurlandi greiða hærra verð en sunnlensku húsin

Sláturhúsin á á NV-landi, KS, SKVH og SAH, hafa nú hækkað verðskrár sínar og greiða nú mun hærra verð fyrir nautgripakjöt en Sláturfélag Suðurlands og Sláturhúsið Hellu. Samanborið við verðskrá SS er munurinn 23 kr/kg á UNIÚ A, 20 kr/kg á UNI A, 21 kr/kg á UNI M+ og 21 kr/kg á KI B og KI C. Í flestöllum verðflokkum munar 20-25 kr/kg. Ef þessi verðmunur er reiknaður á 250 kg fall munar 5.000 til 6.250 kr. á grip í innleggsverði. Verðskrá Sláturhússins á Hellu er mjög áþekk verðskrá SS en þar munar ekki nem 1-2 kr/kg ef munurinn er einhver á annað borð.

Þessu til viðbótar má nefna á SAH greiðir 110 kr. fyrir hverja tungu en önnur sláturhús gera það ekki nema hvað Norðlenska greiðir 150 kr. fyrir innmat. SS er með heldur flóknari verðskrá fyrir flutninga en önnur sláturhús þar sem innheimtar eru 13 kr/kg, að lágmarki 1.400 kr en hámark miðast við 2.000 kg eða 26.000 kr. Bóndi sem fargar 10 nautum í einu og meðalþungi er 250 kg myndi því greiða 10,4 kr/kg. KS og SKVH taka til samanburðar fast gjald á grip, 2.500 kr., sem er þá breytilegt gjald á hvert kg. eftir þunga gripa en miðað við 250 kg fall er um 10 kr/kg að ræða. Sláturhúsið á Hellu innheimtir 2.800 kr/grip í flutningsgjald eða 11,2 kr/kg m.v. 250 kg fall. Þá má nefna að SS tekur 0,6% af innleggi í stofnsjóð sem eru þá 797 kr. af 250 kg nauti sem flokkast í UNI A.
Ef við berum saman verð, kostnað og skilaverð á 250 kg nauti sem flokkast í UNI A kemur eftirfarandi í ljós:




















































Sláturhús Innlegg Flutningur Innmatur/húðir Stofnsjóður Skilaverð
Sláturfélag Suðurlands 132.750 -3.250 -797 (0,6%) 128.703
Sláturhús Hellu  132.500 -2.800 129.700
KS 137.750 -2.500 135.250
Norðlenska 132.500 +150 (f. innmat) + 300 (f. húð) 132.950
SAH afurðir 137.750 -2.500 (áætlað) +100 (f. tungu) + 450 (f. húð) 135.800
SKVH 137.750 -2.500 135.250


Ofangreindur samanburður er birtur með fyrirvara um innsláttarvillur. Verðupplýsingar eru fengnar af vef LK (www.naut.is) og vefsíðum sláturhúsanna 9. feb. 2011.


back to top