Söfnun fyrir Mæðrastyrksnefnd

Á aðalfundi Félags kúabænda á Suðurlandi 26.janúar sl.var tillaga samþykkt um að skipa nefnd sem ætlað var að eiga samstarf við hjálparstofnanir vegna ástandsins í þjóðfélaginu með matvælaaðstoð í huga. Tillagan fékk mjög góðar undirtektir á fundinum. Nefndina skipa stjórnarmenn FKS, formaður Búnaðarsambands Suðurlands og stjórnarformaður Auðhumlu. Nefndin ákvað að söfnunin gengi til Mæðrastyrksnefndar að þessu sinni.
Í góðu samstarfi við þessa aðila var söfnuninni komið á. Fyrir það vill stjórn Félags kúabænda á Suðurlandi þakka sérstaklega. Nýlega var sent bréf til allra mjólkurinnleggjenda á Suðurlandi þar sem þeim var boðið að taka þátt í söfnuninni.

Undirtektir kúabænda við beiðni um fjárstuðning hafa verið góðar. Þetta er söfnun sem stendur yfir í 10 mánuði eða til áramóta. Andvirði fjárins sem safnast, verður notað til kaupa á mjólkurvörum frá MS. Fyrsta afhending á vörum til Mæðrastyrksnefndar fer fram þriðjudaginn 31. mars nk. Þeir innleggjendur mjólkur á Suðurlandi sem ekki hafa skilað inn viljayfirlýsingu um þátttöku en vilja þó taka þátt, er bent á að hægt er að nálgast viljayfirlýsingarblað um þátttöku í söfnunni hér á heimasíðunni.
Nánari upplýsingar um söfnunina gefur formaður stjórnar Félags kúabænda á Suðurlandi, Þórir Jónsson Selalæk s: 487 5204, netfang: thsb@simnet.is

Viljayfirlýsingarblað um þátttöku


back to top