SS breytir verðskrá
Sláturfélag Suðurlands gaf í gær út nýja verðskrá. Helstu breytingar eru að verð hækkar í vikum 40-42 og þrepum í verðskrá er fjölgað úr fimm í sjö. Við bedum sauðfjárbændum á að búið er að taka þessar breytingar inn í verðsamanburð LS á www.saudfe.is.
Vegin afurðaverðshækkun er nú 1,5% en var 0,4% við útkomu Bændablaðsins í síðustu viku. Það vantar 15,2% upp á verðið nái viðmiðunarverði LS. Rúmum þremur krónum munar á hæsta og lægsta verði.