SS greiðir uppbót á dilka
Sláturfélag Suðurlands hefur ákveðið að greiða uppbót, 9 kr/kg, á dilka sem lagðir voru inn til SS síðasta haust. Greitt verður inn á bankareikninga bænda 18. apríl næstkomandi. Í tilkynningu frá SS segir að verðskrá fyrir innlagt dilkakjöt hafi verið ákveðin í júlí s.l. og síðan hafi verðþróun erlendis verið til hækkunar og gengi íslensku krónunnar verið útflutningi hagstætt.
Meðalskilaverð fyrir útflutning sé því nokkru hærra en áætlað var við verðákvörðun og því hafi verið ákveðið að greiða uppbót á innlagða dilka.