SS hækkar verð á nautgripakjöti til bænda

SS hefur hækkað verð á nautgripakjöti til bænda frá og með 12. mars s.l. Hækkunin nær til allra flokka nautgripakjöts og nemur allt að 3,3% í einstökum flokkum, en vegin meðaltalshækkun er 2,6%. UNI A hækkar þannig um 17 kr/kg og KIU A um 12 kr/kg svo dæmi séu tekin. Ekki eru gerðar breytingar á flutningsgjaldi, heimtökukostnaði eða öðrum kostnaðarliðum.
Eftir hækkun er verð á algengum flokkum eins og UNI A 592 kr/kg, UNI A<210 kg 560 kr/kg, UNI M+ 550 kr/kg, KI A 511 kr/kg, KI B 461 kr/kg og KI C 351 kr/kg svo dæmi séu tekin.

Þess má geta að sama dag og hækkunin tók gildi greiddi SS 2,15% verðuppbót vegna afurðaviðskipta síðastliðins árs inn á bankareikninga bænda, alls u.þ.b. 32 mkr. án VSK.


SS hækkar verð á nautgripakjöti til bænda

Sláturfélag Suðurlands hækkar verð á nautgripakjöti til bænda frá og með deginum í dag, mánudeginum 14. febrúar 2011. Um er að ræða hækkun á bilinu 20-49 kr/kg. eða 2-11%, mismunandi eftir gæðaflokkun. Vegin meðaltalshækkun er liðlega 5,5%.
Eftir þessa hækkun er innleggsverð á 250 kg nauti sem flokkast í UNI A 137.750 kr. hjá Sláturfélagi Suðurlands og skilaverð til bónda 133.674 kr.
(meira…)


SS hækkar verð á nautgripakjöti til bænda

Sláturfélag Suðurlands hefur ákveðið að hækka verð á nautgripakjöti frá og með deginum í dag, 20. desember 2010. Að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu hefur sala á nautgripakjöti haldið áfram að þróast með jákvæðum hætti en á sama tíma hefur framboð sláturgripa staðið í stað.
Um er að ræða hækkun á bilinu 9-11 kr/kg. mismunandi eftir gæðaflokkum og er vegin meðaltalshækkun liðlega 2% að því er fram kemur í tilkynningu SS.
Eftir hækkun er verðskrá SS eftirfarandi:
(meira…)


back to top