SS lækkar verð á kjarnfóðri

Sláturfélag Suðurlands hefur sent frá sér tilkynningu um verðlækkun á kjarnfóðri um 4%. Eftir verðlækkun er lægsta verð SS á K20 kúablöndunni 63.546 kr/tonn án virðisaukaskatts. Lægsta verð (7% afsl.) miðast við staðgreiðslu og að keypt séu 3 tonn eða meira í einu.
Hrósa verður SS fyrir að verðskrá kjarnfóðurs er komin á vefinn áður en tilkynning er send út um verðlækkun. Slík vinnubrögð mættu aðrir fóðursalar taka sér til fyrirmyndar.

Kjarnfóðurverðskrá SS


SS lækkar verð á kjarnfóðri

Sláturfélag Suðurlands hefur lækkað verð á kjarnfóðri og tók ný verðskrá gildi þann 12. september sl. Kúafóður 16 lækkar um 2,4% og Kúafóður 20 um 3,0% en verð annarra blandna er óbreytt. Lækkunin er tilkomin vegna breytinga á innkaupsverði, að því er segir í tilkynningu frá félaginu.
(meira…)


back to top