Stjórnarfundur HS 5/2012
Fundargerð
Stjórnarfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands
Stjórnarfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands var haldinn í fundarsal Búnaðarsambands Suðurlands, þann 10. október 2012, kl. 18:00. Fundinn sátu: Sveinn Steinarsson, María Þórarinsdóttir, Birgir Leó Ólafsson, Sigríkur Jónsson, Katrín Ólína Sigurðardóttir, Þórdís Erla Gunnarsdóttir, Eysteinn Leifsson og Halla Eygló Sveinsdóttir.
Dagskrá:
1. Fundarsetning
2. Skýrsla starfshóps
3. Önnur mál
1. Fundarsetning
Sveinn Steinarsson setti fundinn og bauð menn velkomna. Höllu Eygló falið að rita fundargerð.
2. Skýrsla starfshóps
Á síðasta aðalfundi HS var skipaður starfshópur til að fjalla um aðkomu kynbótahrossa að landsmótum. Þórdís Erla Gunnarsdóttir formaður hópsins kynnti skýrsluna fyrir stjórn og sköpuðumst miklar umræður í kjölfarið. Stjórnarmenn ákaflega ánægðir með vinnu hópsins enda greinilega mikil vinna lögð í skýrsluna. Ákveðið að senda skýrsluna á netmiðla hestamanna til kynningar og umræðu, einnig til fagráðs í hrossarækt. Skýrslan mun síðan verða kynnt á haustfundi HS, þann 17. október. Sveinn þakkaði Þórdísi fyrir hennar þátt í þessu starfi og bað hana að skila þakklæti frá stjórn til þeirra sem skipuðu starfshópinn.
3. Önnur mál
Áfram rædd um hvaða efni eigi að bjóða upp á á fræðslukvöldunum eftir áramótin. Í raun þyrfti að vera til skilgreiningar á ýmis sem snýr að sölu á hrossum, eins og hvenær er hross á besta aldri, hvað er góður töltari o.s.frv. Eins væri fróðlegt að skoða hvort opinbera ræktunarmarkmiðið er að skila bestu söluhrossunum. Hvaða hross eru að seljast?
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:30.
/Halla Eygló Sveinsdóttir