Stjórnvöld anda ofan í hálsmál BÍ ef ESB ber á góma

Í fyrradag ræddi Björn Bjarnason, fyrrv. ráðherra, við Harald Benediktsson, formann Bændasamtaka Íslands, í þætti sínum á ÍNN. Samtalið snerist einkum um aðlögunarviðræðurnar við Evrópusambandið. Fram kom hjá Haraldi að Bændasamtökin hafa aflað sér uppllýsinga um landbúnaðarstefnu ESB með markvissum hætti allt frá árinu 2003 og menn því nokkuð vel undirbúnir þar á bæ. Hann sagði jafnframt að Bændasamtökin taki þátt aðildarferlinu með þátttöku í vinnuhópum samninganefndarinnar en jafnframt stæðu samtökin að sjálfstæðri gagnöflun.
Haraldur sagði því ekki að leyna að stjórnvöld önduðu ofan í hálsmálið á þeim þegar ESB-mál væru á döfinni og að verkefni stjórnsýslunnar virtist vera að koma okkur inn í Evrópusambandið alveg sama hverning farið væri að því.

Hægt er að horfa á viðtalið á vef ÍNN með því að smella hér.


back to top