Stofnun kornsamlags á Suðurlandi
Búnaðarsamband Suðurlands boðar kornbændur á Suðurlandi til fundar í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi miðvikudaginn 26. apríl nk. kl. 14.
Undirbúningsvinna hefur verið í höndum Orkideu sem er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi ásamt nokkrum kornbændum.
Á dagskrá er eftirfarandi:
- Stofnun kornsamlags. Farið yfir kosti starfsemi kornsamlags fyrir greinina, t.d. samræmdar gæðareglur o.fl.
- Stofnun undirbúningsfélags fyrir miðlæga kornþurrkun (og hugsanlega frekari vinnslu) á Suðurlandi. Matvælaráðuneytið hefur hvatt til stofnunar miðlægrar kornþurrkunar á hverju kornræktarsvæði sbr. skýrslu um kornrækt sem kom út nýlega. Ráðuneytið hefur hvatt bændur til að taka frumkvæði að stofnun slíkra vinnslna og er með í athugun að veita fjárfestingarstyrki til að koma þessum verkefnum af stað.