Stóraukinn innflutningur landbúnaðarvara

Pétur Blöndal bar á dögunum fram nokkrar spurningar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á Alþingi um innflutning á landbúnaðarvörum. Meðal annars spurði þingmaðurinn hvernig innflutningur landbúnaðarvara með tollkvótum hafi þróast sem hlutfall af innanlandsneyslu?

Ráðherra sagði að ekki lægi fyrir heildarúttekt á því hvernig innflutningur landbúnaðarvara með tollkvótum hefur þróast sem hlutfall af innanlandsneyslu. Hins vegar er ljóst að innflutningur á kjöti hefur aukist umtalsvert á síðustu árum. Innflutningur á nautakjöti nam t.d. 24 tonnum árið 2002 en árið 2006 nam sá innflutningur tæpum 550 tonnum. Það svarar til um 17% af heildarneyslu. Á sama tímabili hefur innflutningur á alifuglakjöti aukist úr tæpum 69 tonnum í tæp 115 tonn. Sem hlutfall af innanlandsneyslu er um að ræða tæp 2%, 17% í nautinu.


back to top