Strandarhjáleiga er ræktunarbú ársins 2009

Á uppskeruhátíð hestamanna sem haldin var s.l. laugardag var tilkynnt um val á ræktunarbúi ársins 2009. Fyrir valinu að þessu sinni varð Strandarhjáleiga í V-Landeyjum. Alls hlutu fimm hross frá búinu fullnaðardóm og reyndist meðaltal aðaleinkunnar mjög hátt eða 8,25. Glæsilegur árangur það, ekki síst ef litið er til þess að meðalaldur þeirra er aðeins 5,8 ár.
Meðal þessara hrossa má nefna þau Bylgju frá Strandarhjáleigu með 8,58 í aðaleinkunn og Skugga frá Strandarhjáleigu sem einnig náði glæsilegum dómi, aðaleinkunn 8,49.
Ræktunarárangur undanfarinna ára í Strandarhjáleigu er ákaflega eftirtektarverður og verður gaman að fylgjast með hrossum frá búinu á komandi árum.


back to top