Styrkir vegna nýliðunar í mjólkurframleiðslu
Bændasamtökin hafa auglýst eftir umsóknum um stuðning vegna nýliðunar í mjólkurframleiðslu, samkvæmt verklagsreglum sem kynntar voru með auglýsingu nr. 497/2012 í Stjórnartíðindum. Samkvæmt verklagsreglunum getur einstaklingur eða lögaðili sótt um framlög að fjárhæð allt að 5 milljónir króna við upphaf búskapar. Þeir aðilar sem hafa ekki áður verið skráðir handhafar beingreiðslna, með beinum eða óbeinum hætti, samkvæmt samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu á síðustu 8 árum, talið frá 1. janúar 2012, teljast nýliðar. Auk þess þarf viðkomandi að hafa ÍSAT-númer í búnaðargjaldsskyldri búgrein, opið vsk-númer, eiga eða leigja lögbýli og reikna sér endurgjald við reksturinn og taka þátt í gæðastýrðu skýrsluhaldi og uppfylla kröfur þess.
Sækja skal um styrk á þar til gerðu umsóknareyðublaði. og er umsóknarfrestur 1. nóvember n.k.
Nánari upplýsingar gefur Guðrún S. Sigurjónsdóttir í síma 563-0300 eða á landslatur@bondi.is
Sjá nánar:
Verklagsreglur um stuðning við nýliðun í mjólkurframleiðslu
Umsóknareyðublað 2012