Styttist í gildistöku verðfellingar vegna frírra fitusýra í mjólk
Þann 1. janúar 2011 taka gildi verðskerðingarákvæði vegna frírra fitusýra (FFS) í mjólk og verður því um að ræða verðskerðingu á afurðastöðvaverði mjólkur ef faldmeðaltal FFS mánaðar fer yfir 1,1 mmol/l. Þeir sem hafa verið við efri mörk og þar yfir eru því eindregið hvattir til að vinna tímanlega að lausn málsins og hafa samband við mjólkureftirlitsmann ef þörf er á og leita eftir aðstoð.
Á undanförnum vikum hafa mjólkureftirlitsmenn farið á alla bæi sem átt hafa í fitusýruvandmálum og víðast hvar náðst árangur. Þó er einhver brögð að því að einstaka bú séu um eða fyrir ofan áður greind mörk, sérstaklega á vissum tímum ársins.
Þar er oft um að ræða tímabundin áhrif vegna þess hve margar kýr eru komnar langt á mjólkurskeiðið eða of litla fóðrun. Lítil fóðrun eða neikvætt orkujafnvægi kúnna gerir mjólkina viðkvæmari en ella fyrir allri meðhöndlun eins og t.d. dælingu.
Flokkun og verðfellingar mjólkur vegna frírra fitusýra eru sem hér segir:
1. flokkur < 1,1 mmol/l Verð skv. lágmarksverði, 1. flokks mjólk.
2. flokkur > 1,1 mmol/l og < 1,8 mmol/l 5% verðfelling af afurðastöðvaverði mjólkur.
3. flokkur > 1,8 mmol/l 15% verðfelling af afurðastöðvaverði mjólkur.
Flokkun miðast við faldmeðaltal mánaðarins. Ef mjólk flokkast í 2. flokk þá verðfellist allt mjólkurmagn mánaðarins um 5% og ef mjólk flokkast í 3. flokk þá verðfellist allt mjólkurmagn mánaðarins um 15%.
Þeir bændur sem eru í vandræðum vegna frírra fitusýra eru hvattir til að hafa samband við mjólkureftirlitsmenn SAM sem eru:
Kristján Gunnarsson, kristjan@sam.is, s: 892 0397
Gunnar Kjartansson, gunnar@sam.is, s: 861 4772
Hans Egilsson, hans@sam.is, s: 861 4775