Sunnlenski sveitadagurinn

Næsta laugardag, þann 9. maí standa Jötunn-Vélar fyrir kynningardegi um landbúnað á athafnasvæði sínu að Austurvegi 69, Selfossi. Markmiðið með SUNNLENSKA SVEITADEGINUM er að skapa jákvæða umræðu um íslenskan landbúnað og starfsemi tengda landbúnaði, búin verður til skemmtileg stemming fyrir Sunnlendinga og aðra gesti, með þátttöku sem flestra fyrirtækja og aðila sem tengjast landbúnaði hér á Suðurlandi.

SUNNLENSKI SVEITADAGURINN stendur frá kl 11:30 – 16:30

Þennan dag munu t.d. matvælafyrirtæki, ferðaþjónustufyrirtæki, hestaleigur og ýmsir þjónustuaðila við landbúnað kynna starfsemi sína.  Meðal þess sem boðið verður upp á eru lömb, folöld, landnámshænur, hunda og kattasýning svo eitthvað sé nefnt. Þá gefum við börnum kost á því að setjast upp í stórar dráttarvélar. Sýndar verða gamlar uppgerðar dráttarvélar svo eitthvað sé nefnt, auk þess verða Jötunn-Vélar með stóra vélasýningu.

Hátíðin verður haldin á athafnarsvæði  Jötunn-Véla að Austurvegi 69 og í u.þ.b 500m2 húsnæði Vélaverkstæði Þóris þar er bæði hátt til lofts og vítt til veggja. 


Öllum sunnlenskum fyrirtækjum og aðilum tengdum landbúnaði stórum sem smáum er velkomið að taka þátt. Ekkert kostnaðargjald. Endilega að hafa samband við Össur eða Guðmund hjá Jötunn-Vélum í síma 480-0400 eða á ossur@jotunn.is


Nú þegar hafa margir aðilar boðað þátttöku s.s. Byggðasafn Árnesinga, Eyrarbúið, Flúðasveppir, Fóðurblandan, Jötunn-Vélar, Kjörís, Landbúnaðarháskólinn að Reykjum, Mjólkursamsalan, Rabardía,Remfló, SBI, Sláturfélag Suðurlands, Njálunaut, Sólfugl,Sölufélag garðyrkjumanna og Vélaverkstæði Þóris.

Nánari upplýsingar á www.jotunn.is


back to top