Tækifæri í kornrækt á Íslandi
Endurmenntun LBHÍ verður með námskeið um kornrækt 19. nóvember 2022 á Hvanneyri
Umræða um aukna kornrækt hér á landi verður sífellt háværari. Endurmenntun LBHÍ býður því upp á námskeið sem hentar þeim sem vilja hefja kornrækt eða bæta við sig þekkingu á kornrækt og hafa reynslu af jarðvinnslu. Um er að ræða bóklegt námskeið þar sem farið er yfir niðurstöður eldri og nýrri rannsókna í kornrækt á hér á landi, m.a. á byggi, höfrum og hveiti en einnig olíurepju.
Einnig verða kynntar niðurstöður rannsókna varðandi sáðmagn, áburðarmagn og yrkjaval og möguleika á verðmætasköpun í kornrækt til manneldis.
Námskeiðið er haldið laugardaginn 19. nóvember kl. 10-14 hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.
Kennari er Hrannar Smári Hilmarsson tilraunastjóri í jarðrækt hjá LBHÍ.
Skráning og nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar LBHÍ: https://endurmenntun.lbhi.is/kornraekt-island/