Þátttaka í sæðingum 2012
Eðlilegast er að meta þátttöku í sæðingum sem fjölda 1. sæðinga og deilda heildarfjölda kúa og kelfdra kvígna upp í þá tölu. Heildarfjöldi 1. sæðinga árið 2012 var 25.905 eins og áður segir, þannig að þátttaka í sæðingum á síðasta ári var 76,6%. Af þessu má draga þá ályktun að rúmlega 6.000 gripir, tæplega 20% kúa og kvígna, hafi fengið fyrsta sinni við heimanauti, sem er nokkuð hærra hlutfall en þekkist í nálægum löndum. Í Noregi er þátttaka í sæðingum 85%. Væri hlutfallið hér svipað og þar, væri annað hvort hægt að prófa 2-3 naut til viðbótar á hverju ári, eða stækka afkvæmahópana hjá nautum í afkvæmaprófun um 10-15%. Hvort tveggja myndi leiða til aukinna framfara í ræktunarstarfinu. Þetta er þekkt staðreynd sem hamrað hefur verið á svo árum skiptir, án árangurs. Af ætterni kúnna (70% undan sæðinganautum og 30% undan heimanautum) má svo ráða, að talsvert er um að kýr séu sæddar 1. sæðingu en haldi þær ekki við henni, er notað heimanaut í kjölfarið. Í töflunni hér að neðan má sjá þátttöku í sæðingum eftir héruðum, eins og hún var árið 2012.
Hérað | Fj. sæð. | Fj. 1. sæð. | Fj. mj.kúa | Fj. h.kúa | Fj. kvíg. | Þáttt. í sæð. | Þáttt. án holdak. |
Kjalarnes | 503 | 302 | 318 | 194 | 114 | 48,2% | 69,9% |
Borg. og Snæf.nes | 5.072 | 2.969 | 2.936 | 201 | 648 | 78,4% | 82,8% |
Dalasýsla | 745 | 460 | 451 | 0 | 81 | 86,5% | 86,5% |
Vestfirðir | 966 | 600 | 761 | 30 | 182 | 61,7% | 63,6% |
Strandir | 82 | 68 | 60 | 0 | 8 | 100% | 100% |
V-Hún. | 885 | 546 | 531 | 139 | 147 | 66,8% | 80,5% |
A-Hún. | 1.456 | 1.016 | 902 | 46 | 191 | 89,2% | 93,0% |
Skagafj. | 3.571 | 2.186 | 2.301 | 230 | 629 | 69,2% | 74,6% |
Eyjafj. | 7.690 | 4.838 | 4.689 | 142 | 1.305 | 78,8% | 80,7% |
S-Þing. | 2.753 | 1.499 | 1.522 | 87 | 426 | 73,7% | 77,0% |
Austurl. | 1.801 | 1.000 | 1.093 | 18 | 273 | 72,3% | 73,2% |
A-Skaft. | 692 | 414 | 461 | 11 | 84 | 74,5% | 76,0% |
V-Skaft. | 1.610 | 847 | 964 | 82 | 166 | 69,9% | 75,0% |
Rang. | 6.735 | 3.572 | 3.704 | 254 | 992 | 72,2% | 76,1% |
Árn. | 9.796 | 5.588 | 4.968 | 205 | 1.293 | 86,4% | 89,3% |
Samtals | 44.357 | 25.905 | 25.661 | 1.639 | 6.539 | 76,6% | 80,5% |