Þorsteinn Ólafsson dýralæknir Nautastöðvar BÍ
Þorsteinn Ólafsson dýralæknir sem undanfarin ár hefur starfað hjá Matvælastofnun kom til starfa sem hjá Nautastöð BÍ á miðju sumri. Hann mun sinna gæðaeftirliti Nautastöðvarinnar, sjá um blöndun og mat á sæði, hafa faglega umsjón með störfum frjótækna, sjá um þjálfun þeirra, halda námskeið meðal bænda um frjósemi og beiðslisgreiningu og annast ráðgjöf meðal kúabænda um frjósemi. Þorsteinn hefur starfsaðstöðu hjá Búnaðarsambandi Suðurlands á Selfossi og mun að jafnaði vera staðsettur þar 2 daga í viku, föstudaga og mánudaga.
Þorsteinn er sunnlenskum bændum að góðu kunnur en hann starfaði um 20 ára skeið hjá Kynbótastöð Suðurlands við stjórnun, eftirlit og þjálfun frjótækna, frjósemisráðgjöf og við sauðfjársæðingar.
Ástæða er til að fagna ráðningu Þorsteins til Nautastöðvarinnar en sérfræðiþekking hans og reynsla í að fást við frjósemi nautgripa mun örugglega nýtast kúabændum vel.