Þrjú námskeið framundan á Stóra-Ármóti

Á næstunni verða haldin þrjú námskeið á Stóra-Ármóti, er þetta samstarfsverkefni Endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands og Búnaðarsambands Suðurlands.  Námskeiðin sem um ræðir eru, Beiðslisgreining og frjósemi sem haldið verður 20. apríl frá kl. 10-17, kennari þar er Þorsteinn Ólafsson dýralæknir. Þá verða námskeiðin Plæging og áburðardreifing, 12.apríl kl. 9-16 og verklegt plægingarnámskeið 3. maí frá kl. 14-17 og kennari á þeim námskeiðum verður Haukur Þórðarson leiðbeinandi hjá LbhÍ. Nánari upplýsingar og skráningar má finna á vef Endurmenntunnar LbhÍ:   www.endurmenntun.lbhi.is  og svo má lesa ítarlegri upplýsingar um námskeiðin hér fyrir neðan.

Þeir bændur sem hyggjast skrá sig á námskeiðin er bent á Starfsmenntasjóð bænda sem vistaður er hjá Bændasamtökum Íslands https://www.bondi.is/felagsmal/starfsmenntasjodur/

Beiðslisgreining og frjósemi, miðvikudaginn 20. apríl kl. 10-17 á Stóra-Ármóti, kennari Þorsteinn Ólafsson Dýralæknir.

Til að hámarka afrakstur kúa reyna kúabændur að láta kýrnar bera einu sinni á ári. Þetta þýðir að kýrnar þurfa að festa fang um það bil 85 dögum eftir burð. Erfiðleikar við beiðslisgreiningu valda því að þetta markmið næst ekki alltaf.
Á námskeiðinu verður fjallað um frjósemi mjólkurkúa almennt og eðlilega hegðun kúnna þegar þær beiða.
Sagt verður frá aðferðum til þess að meta beiðslis og skýrt út hvernig hægt er að nota
upplýsingar úr huppa.is til að meta frjósemina á búinu.
Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að vera betur í stakk búnir til að bæta það
sem betur getur farið í búrekstrinum sem snýr að því að koma kálfi í kýrnar.
Verð: 33.000 kr. (Innifalið í verði er kennsla, hádegisverður og kaffiveitingar)
Ef tveir eða fleiri mæta frá sama bæ/búi er veittur 25% afsláttur.
Vinsamlega látið vita við skráningu með því að senda tölvupóst á netfangið endurmenntun@lbhi.is.

Plægingar og áburðardreifing, þriðjudaginn 12. apríl kl. 9-16 á Stóra-Ármóti, kennari Haukur Þórðarson leiðbeinandi hjá LbhÍ.

Bóklegt námskeið ætlað þeim sem vinna við jarðrækt hverskonar og vilja bæta plægingartækni og skipulag plægingar, sem og þeim sem vilja bæta áburðargjöf og nýtingu áburðarefna.
Fyrir hádegi eru leiðir til betri plægingar eru skoðaðar. Farið er yfir helstu stillingar og stærðir varðandi plóg og dráttarvél, einnig eru byrjanir og uppmælingar fyrir teigplægingu teknar fyrir.
Eftir hádegi er farið yfir áburðaráætlanir sem eru grunnurinn að góðri og nýtingu áburðarefna en til þess að hún nýtist sem best þarf áburðurinn að lenda í réttu magni á réttum stað á túninu og huga að ýmsum þáttum varðandi dreifinguna sjálfa s.s. greiningu áburðar, stillingar dreifar og dráttarvéla, jaðardreifing og GPS búnaður.
Hámarksfjöldi þátttakenda eru 20 og lágmarksfjöldi 12 manns.
Verð: 33.000 kr. (Innifalið í verði er kennsla, kaffi og léttur hádegisverður)

Verklegt plægingarnámskeið, þriðjudaginn 3. maí kl. 14-17 á Stóra-Ármóti, kennari Haukur Þórðarson leiðbeinandi hjá LbhÍ.

Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vinna við jarðrækt hverskonar og vilja bæta plægingartækni og læra að stilla saman plóg og dráttarvél.
Dráttarvél og plógur og stillt saman. Farið yfir allar helstu stillingar og atriði sem skipta máli í þessu sambandi.
Kennsla er verkleg og lengd námskeiðs 3 klst. Hámarksfjöldi þátttakenda er 12 og lágmarksfjöldi 8.
Verð: 24.000 kr. (Innifalið í verði er kennsla, aðstoð og leiðsögn við stillingar og kaffi)


back to top