Þroski túngrasa á Suðurlandi

Nú liggja fyrir fyrstu niðurstöður efnagreininga grassýna sem tekin voru 11. júní sl á fjórum mismunandi stöðum á Suðurlandi. Niðurstöður bera með sér að grasþroski hafi á þeim tíma verið komið ívið lengra á veg en á sama tíma í fyrra. Einkum virðist þetta koma fram á mælingu á próteingildi.
Síðan þessar mælingar voru gerðar eru liðnir 8 dagar og víðast hvar hefur verið mjög góð sprettutíð þannig að búast má við að í nýlegum túnum sé vallarfoxgras farið að nálgast skrið og sumstaðar byrjað skrið. Veðurspá fram yfir helgi á Suðurlandi er góð og því um að gera að nýta næstu daga vel til heyskapar eftir því sem spretta leyfir.

Skoðaðu niðurstöðurnar með því að smella hér.

Tekin voru grassýni aftur 18.júní og næstu mælingar á niðurstöðum grassýna verða birtar væntanlega á fimmtudag, bæði hér á vef www.bssl.is og á www.bondi.is


back to top