Þroski túngrasanna 2009
Nú er komnar hér á vefinn tölur yfir þroska túngrasa á Stóra Ármóti 2009. Um er að ræða niðurstöður úr sýnum sem tekin voru dagana 8., 15. og 22. júní s.l. Samkvæmt þessum tölum er fóðurgildi grasanna mjög mikið ennþá, eða 0,84 FEm/kg þe., þó eðlilega hafi það fallið á tímabilinu. Próteinið er samkvæmt þessum tölum 16-17% af þurrefni eða fremur hátt þannig að grös eru töluvert frá því að spretta úr sér.
Athygli vekur hins vegar hve mikið uppskerutölurnar taka breytingum. Uppskeran því sem næst tvöfaldaðist á hvern ha. frá fyrstu mælingu þann 8. júní til 15. júní eða á aðeins viku. Á sama tíma féll fóðurgildið úr 0,90 í 0,87 FEm/kg þe. Í fóðureiningum talið jókst því uppskera á hektara um 1.842 FEm eða rúm 85%.Samkvæmt þessu er alveg ljóst að vanda verður vel til ákvarðanatöku um slátt og með hliðsjón af bæði fóðurgildi og uppskeru. Uppskeruaukinn á hverjum degi er það mikill að ekki er hægt að einblína á þroska grasanna.
Hægt er að skoða tölurnar nánar með því að smella hér.
Þá er að finna tölur um þrodka túngrasa á öðrum stöðum á landinu á vef Bændasamtakanna með því að smella hér.