Þvingunarúrræðum mögulega beitt gegn fjármögnunarfyrirtækjum

Atli Gíslason formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar segir sameiginlegan fund nefndarinnar og efnahags- og skattanefndar með fulltrúum Bændasamtakanna hafa verið mjög gagnlegan. „Það var mikill skilningur hjá þingmönnum og samstaða um að bregðast við þessum mikla vanda bænda. Ráðneytin voru hvött til að leggja til lagabreytingar sé þeirra þörf, bæði varðandi breytingar á virðisaukaskatti, áframhaldandi frystingu lána og möguleg þvingunarúrræði gagnvart fjármögnunarfyrirtækjum. Þingnefndirnar lýstu því yfir að þær væru tilbúnar að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að flýta slíkum málum í gegnum þingið.

Atli Gíslason formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar segir sameiginlegan fund nefndarinnar og efnahags- og skattanefndar með fulltrúum Bændasamtakanna hafa verið mjög gagnlegan. „Það var mikill skilningur hjá þingmönnum og samstaða um að bregðast við þessum mikla vanda bænda. Ráðneytin voru hvött til að leggja til lagabreytingar sé þeirra þörf, bæði varðandi breytingar á virðisaukaskatti, áframhaldandi frystingu lána og möguleg þvingunarúrræði gagnvart fjármögnunarfyrirtækjum. Þingnefndirnar lýstu því yfir að þær væru tilbúnar að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að flýta slíkum málum í gegnum þingið.


Talað hefur verið um að fjármögnunarfyrirtæki standi að vissu leiti í vegi fyrir heildarlausnum varðandi skuldamál bænda. Atli segir að það hafi verið rætt í fullri alvöru að beita þau fyrirtæki þvingunarúrræðum. „Svo hefur einnig verið rætt að einhver, ríkisvaldið þá líklegast, leysi til sín lán þessara fyrirtækja til bænda til að auðvelda endurskipulagninguna.“


Þjóðaröryggismál að verja landbúnaðinn
Atli segir að honum finnist mikil samstaða vera að myndast milli þingmanna um þessi mál. „Ég geri ekki lítið úr vanda heimilana þegar ég segi að staða bænda er grafalvarleg, ekki bara fyrir þá sjálfa heldur þjóðina alla því þetta snýst um fæðuöryggi hennar. Við horfum á verulega erfiðleika sem snerta 25 prósent landbúnaðarframleiðslunnar, þetta er í raun þjóðaröryggismál að koma þessum hlutum í eðlilegan farveg.“


 


back to top