Samræmi

9,5 – 10:
-Glæst heildarmynd. Hrossið hafi lofthæð, sívalan, langan og léttan bol, það sé nægilega framhátt og algerlega hlutfallarétt.


9,0:
-Mjög falleg heildarmynd. Hrossið hafi lofthæð, sívalan, langan og léttan bol, það sé nægilega framhátt. Einungis sé um smávægilega samræmisgalla að ræða.

8,5:
-Falleg heildarmynd. Hrossið hafi lofthæð, sívalan, langan bol. Hryssur séu ekki afturháar en stóðhestar hærri á herðar en lend. Einungis um smávægilega samræmisgalla að ræða.

8,0:
-Fremur falleg heildarmynd.
-Mjög góðir þættir í samræminu geta vegið upp nokkur lýti.

7,5:
-Þokkalegt samræmi.
-Góðir þættir í samræminu geta vegið upp nokkur lýti.

7,0:
-Sjá upptalningu við einkunn 6,5 og lægra en hér er ekki um eins alvarlega galla að ræða.

6,5 og lægra:
-Hrossið er mjög framlágt.
-Hrossið er mjög djúpbyggt; mjög djúpt um brjóst, bolmikið (miklar útlögur, flatar síður).
-Hrossið er mjög fótlágt.
-Hrossið er mjög stuttvaxið og / eða það er mikið ósamræmi í lengd, framhluta, miðhluta og afturbyggingar.
-Hrossið hefur mikið ósamræmi í fram- og afturhluta (breidd, dýpt) þar með talið að brjóstið sé of þunnt (samfallið).

back to top