Rannsóknaverkefni á kynbótahrossum
Til knapa og eigenda kynbótahrossa á Hellu 30. maí – 10. júní 2011
Beiðni um þátttöku í rannsóknarverkefni á kynbótahrossum
Hólaskóli, Háskólinn á Hólum vinnur í samvinnu við marga aðila til dæmis sænska landbúnaðarháskólann í Uppsölum í Svíþjóð, tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum hrossaræktarráðunaut Íslands, starfsmenn kynbótasýninga, knapa og eigendur kynbótahrossa að rannsókn þar sem markmiðið er að meta álag á hross á kynbótasýningum. Fyrstu mælingar voru gerðar á kynbótasýningu á Sauðárkróki í lok apríl 2011 og tókust vel. Verkefnið hefur þegar verið kynnt í heimsóknum til nokkurra tamninga-og ræktunarbúa á Suðurlandi í apríl og maí og fengið afar góðar viðtökur. Þar sem ekki eru tök á að heimsækja alla er verkefnið kynnt hér og óskað eftir þátttöku allra knapa í verkefninu með kynbótahross sem sýnd verða á Hellu í vor. Góð þátttaka er forsenda þess að verkefnið takist. Markmiðið er að mæla 150-200 hross á Hellu eða á bilinu 20-25 í hverjum aldursflokki hryssna og hesta. Í rannsókninni verður safnað upplýsingum um púls (hjartslátt), öndun, líkamshita og ákveðna þætti í blóði s.s. mjólkursýru. Mælingarnar hafa lítil sem engin áhrif á hrossin og eiga ekki að trufla kynbótadóminn.
Hvaða upplýsingar fást út úr söfnun gagna um álag á kynbótasýningum ?
Það fæst mat á hvert er raunverulegt álag á hrossin í kynbótasýningu metið útfrá t.d. púls (hjartslætti), mjólkursýru í blóð, öndunartíðni og hækkun líkamshita. Einnig fæst mat á áhrifum aldurs og kynferðis hrossanna á álag í sýningunni, meðal annars hvort meira álag er á yngri hrossin. Þá fást upplýsingar um vegalengd sem er riðin, tímalengd sýninga, samband álags og einkunna, samband álags og ágripa.
Af hverju er farið í þessar rannsóknir ?
Ísland er skráð upprunaland íslenska hestsins og ber að fara með forystu í ræktun og notkun hans. Hin aðildarlönd alþjóðasamtaka íslenska hestsins (FEIF) hafa samþykkt að fylgja forystu Íslands hvað þessa þætti varðar. Til þess að Ísland geti verið leiðbeinandi um notkun íslenska hestsins þarf að afla upplýsinga um hestinn með markvissum rannsóknum. Í seinni tíð hafa æ oftar heyrst gagnrýnisraddir einkum erlendis varðandi álag á íslenska hestinn í sýningum og notkun en afar litlar upplýsingar eru til um hvert álagið er í raun og veru. Öflun þeirrar þekkingar og hagnýting hennar er nauðsynleg til að þróa ennfrekar þjálfun íslenska hestsins og fyrir velferð hans. Það er mikilvægt að við hestamenn stöndum saman að vegferð og velferð íslenska hestsins og söfnun umræddra gagna er liður í því.
Nánari upplýsingar má fá hjá Guðrúnu Stefánsdóttur Hólaskóla, póstfang gudrunst@holar.is eða sími 455 6343.
Beiðni um þátttöku í rannsóknarverkefni á kynbótahrossum
Hólaskóli, Háskólinn á Hólum vinnur í samvinnu við marga aðila til dæmis sænska landbúnaðarháskólann í Uppsölum í Svíþjóð, tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum hrossaræktarráðunaut Íslands, starfsmenn kynbótasýninga, knapa og eigendur kynbótahrossa að rannsókn þar sem markmiðið er að meta álag á hross á kynbótasýningum. Fyrstu mælingar voru gerðar á kynbótasýningu á Sauðárkróki í lok apríl 2011 og tókust vel. Verkefnið hefur þegar verið kynnt í heimsóknum til nokkurra tamninga-og ræktunarbúa á Suðurlandi í apríl og maí og fengið afar góðar viðtökur. Þar sem ekki eru tök á að heimsækja alla er verkefnið kynnt hér og óskað eftir þátttöku allra knapa í verkefninu með kynbótahross sem sýnd verða á Hellu í vor. Góð þátttaka er forsenda þess að verkefnið takist. Markmiðið er að mæla 150-200 hross á Hellu eða á bilinu 20-25 í hverjum aldursflokki hryssna og hesta. Í rannsókninni verður safnað upplýsingum um púls (hjartslátt), öndun, líkamshita og ákveðna þætti í blóði s.s. mjólkursýru. Mælingarnar hafa lítil sem engin áhrif á hrossin og eiga ekki að trufla kynbótadóminn.
Hvaða upplýsingar fást út úr söfnun gagna um álag á kynbótasýningum ?
Það fæst mat á hvert er raunverulegt álag á hrossin í kynbótasýningu metið útfrá t.d. púls (hjartslætti), mjólkursýru í blóð, öndunartíðni og hækkun líkamshita. Einnig fæst mat á áhrifum aldurs og kynferðis hrossanna á álag í sýningunni, meðal annars hvort meira álag er á yngri hrossin. Þá fást upplýsingar um vegalengd sem er riðin, tímalengd sýninga, samband álags og einkunna, samband álags og ágripa.
Af hverju er farið í þessar rannsóknir ?
Ísland er skráð upprunaland íslenska hestsins og ber að fara með forystu í ræktun og notkun hans. Hin aðildarlönd alþjóðasamtaka íslenska hestsins (FEIF) hafa samþykkt að fylgja forystu Íslands hvað þessa þætti varðar. Til þess að Ísland geti verið leiðbeinandi um notkun íslenska hestsins þarf að afla upplýsinga um hestinn með markvissum rannsóknum. Í seinni tíð hafa æ oftar heyrst gagnrýnisraddir einkum erlendis varðandi álag á íslenska hestinn í sýningum og notkun en afar litlar upplýsingar eru til um hvert álagið er í raun og veru. Öflun þeirrar þekkingar og hagnýting hennar er nauðsynleg til að þróa ennfrekar þjálfun íslenska hestsins og fyrir velferð hans. Það er mikilvægt að við hestamenn stöndum saman að vegferð og velferð íslenska hestsins og söfnun umræddra gagna er liður í því.
Nánari upplýsingar má fá hjá Guðrúnu Stefánsdóttur Hólaskóla, póstfang gudrunst@holar.is eða sími 455 6343.